Heilbrigðisráðherra hefur skipað sjö lækna í starfshóp sem kanna á stöðu framhaldsmenntunar lækna hér á landi og koma með tillögur að því hvernig tryggja megi nægilegt framboð lækna með framhaldsmenntun svo unnt sé að manna íslenska heilbrigðiskerfið...

Heilbrigðisráðherra hefur skipað sjö lækna í starfshóp sem kanna á stöðu framhaldsmenntunar lækna hér á landi og koma með tillögur að því hvernig tryggja megi nægilegt framboð lækna með framhaldsmenntun svo unnt sé að manna íslenska heilbrigðiskerfið til framtíðar. Hópurinn á að skila ráðherra tillögum sínum fyrir 10. janúar.

„Hópnum er ætlað að huga sérstaklega að framhaldsmenntun heilsugæslulækna og til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að tryggja mönnun á heilsugæslustöðvum úti um land. Einnig á hann að skoða hvernig halda megi áfram uppbyggingu sérnáms lækna hér á landi. Mikilvægt er að koma á skipulegu samstarfi við önnur lönd um framhaldsmenntun lækna,“ segir í tilkynningu. Formaður starfshópsins er Runólfur Pálsson.