Samþátta Frosti og Vala eru bæði í Íslandi í dag.
Samþátta Frosti og Vala eru bæði í Íslandi í dag.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það er einhver ljóðræn fegurð í því að Vala Matt og Frosti Logason séu farin að stjórna sama sjónvarpsþættinum (að vísu hvort í sínu lagi), Íslandi í dag á Stöð 2. Leitun er að ólíkara fólki í sjónvarpi.

Það er einhver ljóðræn fegurð í því að Vala Matt og Frosti Logason séu farin að stjórna sama sjónvarpsþættinum (að vísu hvort í sínu lagi), Íslandi í dag á Stöð 2. Leitun er að ólíkara fólki í sjónvarpi.

Vala svífur að vanda um eins og Disneyprinsessa og sér helst bara það fallega í tilverunni, auk þess að hrósa viðmælendum sínum svo hressilega að þeir roðna og blána á víxl. Þeir eru hver öðrum flottari og að gera stórkostlega hluti. Það hlýtur að vera svaðalegt kikk fyrir egóið að fá Völu í heimsókn.

Frosti er hófstilltari í framkomu og hefur meiri áhuga á fólki á jaðri samfélagsins, svo sem viðtöl við vændiskonu (sem ég missti að vísu af) og fyrrverandi fíkniefnasala bera vitni um. Ferskir vindar hafa komið með Frosta inn í þáttinn og hann er gott mótvægi við hina stjórnendurna; yfirvegaður og forvitinn um kynlegustu kima.

Ég veit fyrir víst að Hermann heitinn Gunnarsson hafði miklar mætur á Frosta (eins og Mána félaga hans á X-inu) og það hefði án efa glatt hans gamla hjarta að sjá sinn mann á skjánum. Og hver veit nema Frosti geri seinna í vetur tilraun til þess að fara úr undirheimunum yfir í handanheimana með fulltingi miðla og ná tali af Hemma Gunn.

Það yrði sjónvarpsefni fyrir lengra komna.

Orri Páll Ormarsson