Öðruvísi brids.

Öðruvísi brids. S-AV

Norður
94
KD1054
53
DG92

Vestur Austur
ÁD76 KG103
932 Á87
Á84 KD6
Á85 K64

Suður
852
G6
G10972
1073

Suður spilar 4 doblaða.

Enski spilarinn Paul Barden leit til lofts eftir innblæstri. Var þetta rétti tíminn til að prófa kenningu Robsons um „einhliða hindrun“? Hann var gjafari með gosana tvo í suður. Ekki beint tilþrifamikil spil, en á hinn bóginn voru aðstæður hagstæðar, hann var utan hættu og átti fyrsta orðið. „Því ekki það,“ hugsaði Barden, seildist djúpt í sagnboxið og dró upp miðann með 3.

Nú er rétt að taka það fram að Barden þessi er ekkert unglamb. Svona rúmlega miðaldra eftir myndum að dæma. Og makker hans, David Kendrick, er gjaldgengur í öldungaflokkinn. Þeir félagar voru að keppa um landsliðssæti á BBO í síðustu viku og þaðan er þetta spil komið. Vestur passaði og Kendrick lyfti í 4 á tvíspilið. Dobl í austur, allir pass og 1700 niður. Hinum megin fóru AV tvo niður á 6.

„Bridge, but not as we know it,“ skrifaði sýningarstjórinn á spjallvefinn.