Kanadíski söngvarinn, ljóðskáldið og rithöfundurinn Leonard Cohen lést á þessum degi árið 2016. Hann fæddist 21. september árið 1934 og var því 82 ára gamall.
Kanadíski söngvarinn, ljóðskáldið og rithöfundurinn Leonard Cohen lést á þessum degi árið 2016. Hann fæddist 21. september árið 1934 og var því 82 ára gamall. Í yfirlýsingu frá umboðsmanni Cohen sagði að hann hefði látist í svefni eftir að hafa fallið á heimili sínu í Los Angeles. Hann fæddist í Montreal og á löngum ferli samdi hann mörg minnisstæð og vinsæl lög eins og „Suzanne“, „I'm Your Man“ og „Hallelujah“, sem er eitt af vinsælustu tökulögum fyrr og síðar. Mánuði áður en hann lést kom út fjórtánda og síðasta plata söngvarans, sem nefnist You Want It Darker.