Góður Aron Pálmarsson hefur átt góðu gengi að fagna með Barcelona
Góður Aron Pálmarsson hefur átt góðu gengi að fagna með Barcelona — Ljósmynd/Barcelona
Danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin, leikmaður Kiel, hefur verið útnefndur leikmaður októbermánaðar af dómnefnd á vegum EHF.

Danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin, leikmaður Kiel, hefur verið útnefndur leikmaður októbermánaðar af dómnefnd á vegum EHF. Landin hafði betur í baráttunni við Aron Pálmarsson, Króatann Luka Cindric, Svíann Lukas Nilsson og Danann Rasmus Lauge sem einnig voru tilnefndir. Cindric er liðsfélagi Arons hjá Barcelona, Nilsson leikur með Kiel og Lauge með Vezsprém. Í kvennaflokki varð hin ungverska Katrin Klujber í liði Ferencváros fyrir valinu. gummih@mbl.is