[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tveir sóknarprestar þjóðkirkjunnar eru að láta af störfum fyrir aldurs sakir og hafa embætti þeirra verið auglýst laus til umsóknar á vef biskups. Báðir hafa þeir lengi verið í þjónustu kirkjunnar.

Tveir sóknarprestar þjóðkirkjunnar eru að láta af störfum fyrir aldurs sakir og hafa embætti þeirra verið auglýst laus til umsóknar á vef biskups. Báðir hafa þeir lengi verið í þjónustu kirkjunnar.

Séra Gunnlaugur Garðarsson lætur ef embætti sóknarprests í Glerárprestakalli á Akureyri í byrjun næsta árs, en þá verður hann sjötugur. Biskup hefur auglýst prestakallið laust til umsóknar frá 1. febrúar 2020. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 9. desember.

Í Glerárprestakalli er ein sókn, Lögmannshlíðarsókn, með rúmlega sjö þúsund íbúa og eina kirkju, Glerárkirkju. Lögmannshlíðarsókn er á samstarfssvæði með Akureyrar-, Grundar-, Hóla-, Kaupangs-, Munkaþverár-, Möðruvalla- og Saurbæjarsóknum.

Séra Baldur Kristjánsson lætur sömuleiðis af starfi sóknarprests í Þorlákshafnarprestakalli um áramótin, en varð sjötugur á árinu. Biskup hefur auglýst embættið laust til umsóknar frá 1. febrúar 2020. Umsóknarfrestur er til 9. desember. Í Þorlákshafnarprestakalli eru tvær sóknir, Þorláks- og Hjallasókn í Ölfusi og Strandarsókn, með tæplega 1.800 íbúa og þrjár kirkjur:

Þorlákskirkju í Þorlákshöfn, Hjallakirkju á Hjalla í Ölfusi og hina fornfrægu Strandarkirkju á Strönd í Selvogi.

Þá hefur biskup auglýst eftir presti til þjónustu í hinu nýja Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakalli frá og með 1. febrúar 2020.

Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakall er fjórar sóknir með rúmlega átta þúsund íbúa og er sóknarkirkja í hverri sókn. Þær eru: Akranessókn, Innra-Hólmssókn, Leirársókn og Saurbæjarsókn á Hvalfjarðarströnd. Umsóknarfrestur er til mánudags 9. desember. Sóknarprestur er séra Þráinn Haraldsson. sisi@mbl.is