Vinsæll Gabríel Ólafsson kemur fram í Norræna húsinu í dag og leikur á flygilinn.
Vinsæll Gabríel Ólafsson kemur fram í Norræna húsinu í dag og leikur á flygilinn. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Norræna húsið tekur þátt í Airwaves off-venue í kvöld og næstu tvö kvöld. „Við hefjum hátíðina með hæfileikaríkum hópi tónskálda sem flytja verk sín á Steinway-flygil hússins,“ segir í tilkynningu um tónleika sem hefjast í dag kl. 16.

Norræna húsið tekur þátt í Airwaves off-venue í kvöld og næstu tvö kvöld. „Við hefjum hátíðina með hæfileikaríkum hópi tónskálda sem flytja verk sín á Steinway-flygil hússins,“ segir í tilkynningu um tónleika sem hefjast í dag kl. 16. Þar koma fram Sævar Helgi Jóhannsson, betur þekktur sem S.hel; raftónlistarmaðurinn Mikael Lind; Gabríel Ólafsson sem vakið hefur athygli með plötu sinni Absent Minded og Dísa Hreiðarsdóttir, betur þekkt sem Bláskjár.

Á morgun milli kl. 15 og 18.45 kemur fram ungt og efnilegt tónlistarfólk frá Íslandi, Svíþjóð og Noregi. Fram koma Nising; Jökull Logi; David Rist; Sveimhugar; Vio; Mill og Omotrack.

Á laugardag verður yngstu kynslóðinni boðið á tónleika, diskó, trommunámskeið, söngstund, í andlitsmálningu og upp á góða stemningu fyrir alla fjölskylduna milli kl. 11.30 og 15. Þar koma fram Hafdís Huld, Alisdair Wright, Cheick Bangoura, Snorri Helgason og Sigrún Skafta.