[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
*Það leikur enginn vafi á að Norðmaðurinn Erling Braut Håland er einn heitasti framherjinn í Evrópufótboltanum um þessar mundir. Þessi 19 ára gamli leikmaður Salzburg er búinn að skora 23 mörk í 17 leikjum á tímabilinu.

*Það leikur enginn vafi á að Norðmaðurinn Erling Braut Håland er einn heitasti framherjinn í Evrópufótboltanum um þessar mundir. Þessi 19 ára gamli leikmaður Salzburg er búinn að skora 23 mörk í 17 leikjum á tímabilinu. Hann er markahæstur í Meistaradeildinni með 7 mörk. Håland hefur skorað í öllum fjórum leikjum Salzburg í riðlakeppninni og enginn leikmaður hefur skorað jafn mörg mörk í sögu Meistaradeildarinnar í fyrstu fjórum leikjum sínum.

* LeBron James er heldur betur að gera það gott með liði Los Angeles Lakers sem hefur unnið sex af sjö fyrstu leikjum sínum í NBA-deildinni í körfuknattleik. LeBron náði þrefaldri tvennu í fyrrinótt í sigri sinna manna gegn Chicago. Þetta var þriðji leikurinn í röð sem hann nær þrefaldri tvennu og hann varð þar með fyrsti leikmaður LA Lakers í 32 ár sem tekst að ná því í þremur leikjum í röð.

*Þýska blaðið Bild greinir frá því að Arsene Wenger , fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, sé nú efstur á óskalistanum hjá Bayern München um að taka við þjálfun liðsins. Það er í þjálfaraleit eftir að Króatanum Niko Kovac var vikið frá störfum á sunnudaginn í kjölfarið á 5:1 tapi gegn Frankfurt. Wenger, sem er 70 ára gamall, er sagður hafa áhuga á starfinu, en hann lét af störfum hjá Arsenal síðastliðið sumar eftir að hafa stýrt Lundúnaliðinu samfleytt í 22 ár.