Svo segir Mogginn í stóru máli. Ekki lýgur hann! Í sama bili er greint frá aðila sem kemur aðvífandi og gleypir hundrað milljónir. Í einum kjaftbita. Sumir myndu segja að þetta væru hrægammar. Það er ekki okkar orð.

Svo segir Mogginn í stóru máli. Ekki lýgur hann! Í sama bili er greint frá aðila sem kemur aðvífandi og gleypir hundrað milljónir. Í einum kjaftbita. Sumir myndu segja að þetta væru hrægammar. Það er ekki okkar orð. Löglega orðið er hvorki aðili né hrægammur. Það er skiptaráðandi!

Árum og áratugum saman lætur löggjafarstofnun þjóðarinnar það viðgangast að gráðugt fólk hér í landinu geti hrifsað til sín hundruð milljóna króna, jafnvel milljarða, eins og að drekka viskí í sóda eða vatni. Fyrir lítið sem ekki neitt jafnvel. Skiptaráðandi = Fimmtíu þúsund krónur á klukkustund takk! Hinir stóru líklega með hundrað þúsund á klukkustund.

Það virðist alveg sama hvað hrópendurnir á Alþingi hrópa hátt í allsnægtunum. Áfram skulu þeir sem lítið hafa og ekkert eiga halda því áfram. Eins og verið hefur. Tvö til þrjú þúsund manns. Þeir hafa til að bíta og brenna rúmlega tvö hundruð þúsund á mánuði. Dómstólar ættu að dæma suma skiptaráðendur til að hjara á því í nokkurn tíma. Fyrir fjögurra til fimm tíma vinnu!

Auðunn vestfirski.