Á Garpsdalsfjalli Vetrarveður tafði uppsetningu mastursins.
Á Garpsdalsfjalli Vetrarveður tafði uppsetningu mastursins. — Ljósmynd/Ríkarður Örn
Unnið var að því í vikunni að ljúka uppsetningu á 80 metra háu mastri til veður- og vindmælinga á Garpsdalsfjalli í Reykhólasveit. Mastrið er m.a. búið vind- og ísingarmælum og tekur við af sónar-vindmælitæki sem sett var upp fyrir ári.

Unnið var að því í vikunni að ljúka uppsetningu á 80 metra háu mastri til veður- og vindmælinga á Garpsdalsfjalli í Reykhólasveit. Mastrið er m.a. búið vind- og ísingarmælum og tekur við af sónar-vindmælitæki sem sett var upp fyrir ári. Vinnan hefur staðið í um vikutíma og sóst seint vegna veðurs á fjallinu og leiðinni þangað upp, að sögn Ríkarðs Arnar Ragnarssonar, verkefnastjóra EM Orku.

Fyrirtækið áformar að reisa 35 vindmyllur og allt að 130 MW vindorkugarð á Garpsdalsfjalli. Áætlað er að hefja starfsemi 2022 og að fjárfesting við vindorkugarðinn verði um 16,2 milljarðar króna. Verkefnið er nú í umhverfismati og er von á að því ferli ljúki um áramótin. aij@mbl.is