Liðsstyrkur Chaz Calvaron Williams er kominn í Njarðvík
Liðsstyrkur Chaz Calvaron Williams er kominn í Njarðvík — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Úrvalsdeildarlið Njarðvíkur í körfuknattleik hefur samið við Bandaríkjamanninn Chaz Calvaron Williams um að leika með liðinu. Williams er leikstjórnandi og er ekki alveg ókunnugur íslenskum körfubolta.

Úrvalsdeildarlið Njarðvíkur í körfuknattleik hefur samið við Bandaríkjamanninn Chaz Calvaron Williams um að leika með liðinu. Williams er leikstjórnandi og er ekki alveg ókunnugur íslenskum körfubolta. Hann kláraði tímabilið 2017-18 með Þór Þorlákshöfn þar sem hann lék undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar, sem er þjálfari Njarðvíkur-liðsins.

Williams kom til landsins í gær og þykir ólíklegt að hann spili með Val annað kvöld en hann ætti að verða klár í slaginn gegn Þór Akureyri í næstu viku.

gummih@mbl.is