Barátta Frá viðureign ÍA og Derby County á Víkingsvellinum í gærkvöld.
Barátta Frá viðureign ÍA og Derby County á Víkingsvellinum í gærkvöld. — mbl.is/Árni Sæberg
ÍA og enska liðið Derby County áttust við í fyrri leiknum í 2. umferð unglingadeildar UEFA í knattspyrnu á gervigrasvelli Víkings í Fossvogi í gærkvöld. Skagamenn náðu svo sannarlega að standa í enska liðinu en Derby fagnaði 2:1 sigri.

ÍA og enska liðið Derby County áttust við í fyrri leiknum í 2. umferð unglingadeildar UEFA í knattspyrnu á gervigrasvelli Víkings í Fossvogi í gærkvöld. Skagamenn náðu svo sannarlega að standa í enska liðinu en Derby fagnaði 2:1 sigri.

Festy Ebosele kom Derby yfir á 16. mínútu og Jack Stretton bætti við öðru marki á 39. mínútu.

Skagastrákarnir neituðu að gefast upp og Aron Snær Ingason sem kom inn á í hálfleik minnkaði muninn fyrir þá 20 mínútum fyrir leikslok. Síðari leikurinn fer fram á Pride Park þann 27. þessa mánaðar. gummih@mbl.is