Sigurður Gunnar Þorsteinsson leikur ekki meira með ÍR í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, en hann er með slitið krossband. Þetta staðfesti hann í samtali við RÚV í gær en Sigurður gekk til liðs við ÍR-inga á nýjan leik 23. októbereftir stutt stopp í frönsku B-deildinni.
Sigurður meiddist í leik Þórs Akureyrar og ÍR 25. október en hann er nú á leið í aðgerð. Sigurður lék því einungis í níu mínútur með ÍR-ingum í vetur en hann var lykilmaður í liðinu á síðustu leiktíð sem fór alla leið í úrslit Íslandsmótsins þar sem ÍR-ingar töpuðu í oddaleik fyrir KR.
bjarnih@mbl.is