Þegar Game of Thrones kláraðist í lok maí á þessu ári voru sennilega einhverjir leiðir yfir því að viðburðir og matvæli tengd þema þáttanna væru nú liðin undir lok og horfin fyrir fullt og allt.

Þegar Game of Thrones kláraðist í lok maí á þessu ári voru sennilega einhverjir leiðir yfir því að viðburðir og matvæli tengd þema þáttanna væru nú liðin undir lok og horfin fyrir fullt og allt. En svo er ekki því nú er að koma á markað nýtt viskí sem kemur í takmörkuðu upplagi en fyrirtækin Diageo og HBO hafa tekið höndum saman og framleitt nokkrar viskítegundir tengdar þessum vinsælu þáttum.

Á dögunum barst tilkynning um að ein af þessum viskítegundum væri tilbúin og kæmi á markað í desember. Þar er um að ræða Six Kingdoms – Mortlach Single Malt Scotch Whiskey, 15 ára gamalt.

Six Kingdoms verður í mjög takmörkuðu upplagi og mun kosta um 150 dollara.