Reykjavík bókmenntaborg UNESCO stendur, í samvinnu við SÍUNG – félag barnabókahöfunda, Fyrirmynd – félag myndhöfunda og Menntavísindasvið HÍ, fyrir málþingi um bernskulæsi í víðum skilningi í Skriðu, sal Menntavísindasviðs HÍ í Stakkahlíð í...
Reykjavík bókmenntaborg UNESCO stendur, í samvinnu við SÍUNG – félag barnabókahöfunda, Fyrirmynd – félag myndhöfunda og Menntavísindasvið HÍ, fyrir málþingi um bernskulæsi í víðum skilningi í Skriðu, sal Menntavísindasviðs HÍ í Stakkahlíð í dag milli kl. 14-17 og er aðgangur ókeypis. Þar verður sjónum beint að mikilvægi orðlistar, mynda og tóna í lífi ungra barna. Meðal þeirra sem flytja erindi eru Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndhöfundur og Bryndís Loftsdóttir frá Félagi íslenskra bókaútgefenda.