Jean-Paul Dubois
Jean-Paul Dubois
Jean-Paul Dubois hlaut Goncourt-verðlaunin 2019, sem eru virtustu bókmenntaverðlaun Frakka, fyrir skáldsöguna Tous les hommes n'habitent pas le monde de la même façon .
Jean-Paul Dubois hlaut Goncourt-verðlaunin 2019, sem eru virtustu bókmenntaverðlaun Frakka, fyrir skáldsöguna Tous les hommes n'habitent pas le monde de la même façon . Skáldsagan fjallar um karlmann sem situr inni í kanadísku fangelsi fyrir óþekktan glæp. Philippe Claudel, sem sæti á í dómnefnd, segir bókina meistaraverk „fullt af manngæsku, depurð, íróníu“. Segir hann ákvörðun Dubois að staðsetja margar skáldsagna sinna í Norður-Ameríku endurspegla þversagnakennda afstöðu Frakka til heimsálfunnar.