Benjamin Mendy
Benjamin Mendy
Benjamin Mendy, bakvörður úr Manchester City, var í gær valinn í franska landsliðshópinn í knattspyrnu á nýjan leik fyrir leiki heimsmeistaranna gegn Albaníu og Moldóvu í undankeppni EM.

Benjamin Mendy, bakvörður úr Manchester City, var í gær valinn í franska landsliðshópinn í knattspyrnu á nýjan leik fyrir leiki heimsmeistaranna gegn Albaníu og Moldóvu í undankeppni EM. Mendy hefur ekkert leikið með Frökkum frá því hann spilaði leikinn gegn Hollendingum í Þjóðadeild UEFA í september á síðasta ári.

Fyrirliðinn og markvörðurinn Hugo Lloris er ekki í hópnum en hann gekkst undir aðgerð á olnboga í gær. Paul Pogba og Lucas Hernandez voru heldur ekki valdir í hópinn en þeir glíma við meiðsli. Frakkar endurheimta framherjann Kylian Mbappé en hann var fjarri góðu gamni í leikjunum í síðasta mánuði sökum meiðsla og þá heldur Olivier Giroud sæti sínu þrátt fyrir að vera úti í kuldanum hjá Chelsea. Giroud skoraði sigurmark Frakka gegn Íslendingum og hann skoraði í 1:1-jafntefli heimsmeistaranna gegn Albaníu.

Frakkar þurfa eitt stig úr leikjunum tveimur til að tryggja sér farseðilinn á EM. gummih@mbl.is