Bassaleikarinn Bjarni Sveinbjörnsson flytur eigin tónsmíðar ásamt hljómsveit á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum Hörpu í kvöld kl. 21.
Bassaleikarinn Bjarni Sveinbjörnsson flytur eigin tónsmíðar ásamt hljómsveit á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum Hörpu í kvöld kl. 21. „Tónlistin er bráðhressandi fönk-skotinn bræðingur sem hressir, bætir og kætir,“ segir í tilkynningu. Með honum leika Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Agnar Már Magnússon á píanó og Benedikt Brynleifsson á trommur.