Gæsla F 16 þota tilbúin í Keflavík.
Gæsla F 16 þota tilbúin í Keflavík.
Flugsveit breska flughersins kemur til landsins í næstu viku til að taka við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Ítalska flugsveitin lauk veru sinni fyrir um mánuði.

Flugsveit breska flughersins kemur til landsins í næstu viku til að taka við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Ítalska flugsveitin lauk veru sinni fyrir um mánuði.

Allt að 140 liðsmenn breska flughersins taka þátt, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar, og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi. Flugsveitin kemur til landsins með fjórar Eurofighter Typhoon orrustuþotur. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki í byrjun desember.

Aðflugsæfingar verða að flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum 12. til 18. þessa mánaðar.