Árlegur basar dvalar- og hjúkrunarheimilisins Áss í Hveragerði verður haldinn í dag frá kl. 13-17. Þar munu heimilismenn á Ási selja margs konar handverk og föndur sem tilvalið er að verða sér úti um í aðdraganda jólanna.

Árlegur basar dvalar- og hjúkrunarheimilisins Áss í Hveragerði verður haldinn í dag frá kl. 13-17. Þar munu heimilismenn á Ási selja margs konar handverk og föndur sem tilvalið er að verða sér úti um í aðdraganda jólanna. Kaffi og meðlæti verður einnig á boðstólum.

Basarinn verður í vinnustofu Áss í Frumskógum 6b í Hveragerði.