Leiklist Bandaríska leikkonan Jane Krakowski kveðst, í samtali við breska blaðið The Independent, alla tíð hafa fengið mun bitastæðari hlutverk í leikhúsi en kvikmyndum.
Leiklist Bandaríska leikkonan Jane Krakowski kveðst, í samtali við breska blaðið The Independent, alla tíð hafa fengið mun bitastæðari hlutverk í leikhúsi en kvikmyndum. „Mér finnst ég eiga allt annan feril í leikhúsi en þar fæ ég hlutverk sem ég fengi mjög líklega ekki í sjónvarpi eða kvikmyndum, og hef aldrei áttað mig á hvað veldur þessu. En mér finnst það umhugsunarvert. Ég hef leikið mun viðkvæmari, einlægari, kynþokkafyllri og berskjaldaðri persónur í leikhúsinu,“ segir hún og bætir sposk við: „Ef til vill er það vegna þess að fjarlægðin við áhorfendurna er meiri?“