Nýr Landsbanki Botnplatan var steypt á laugardaginn var.
Nýr Landsbanki Botnplatan var steypt á laugardaginn var. — Morgunblaðið/Hari
Botnplatan í grunni nýja Landsbankans við Austurbakka 2, við hlið Hörpu, var steypt á laugardaginn var. Steypuvinnan hófst aðfaranótt laugardagsins og var stöðugur straumur steypubíla fram á kvöld. Í botnplötuna fóru um 1.

Botnplatan í grunni nýja Landsbankans við Austurbakka 2, við hlið Hörpu, var steypt á laugardaginn var.

Steypuvinnan hófst aðfaranótt laugardagsins og var stöðugur straumur steypubíla fram á kvöld. Í botnplötuna fóru um 1.500 rúmmetrar af steypu og voru notaðir 50 steypubílar frá BM Vallá sem fóru um 190 ferðir með steypu í miðborgina.

ÞG verk annaðist framkvæmdina og fékk verktakinn heimild Reykjavíkurborgar til að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu. Þá var mynduð tvístefna á um 100 metra kafla við gatnamót Kalkofnsvegar og Geirsgötu.

Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans eru sérhannaðar fyrir þarfir bankans. Bankinn hefur verið með starfsemi sína á mörgum stöðum í miðborginni, að stórum hluta í leiguhúsnæði. Starfsemin verður sameinuð á um 10.000 fermetrum í nýja húsinu en það er um 60% af flatarmáli hússins. gudni@mbl.is