Bruni Húsið var illa leikið eftir eldsvoðann en það var á þremur hæðum og úr timbri.
Bruni Húsið var illa leikið eftir eldsvoðann en það var á þremur hæðum og úr timbri. — Morgunblaðið/Margrét Þóra Þórsdóttir
„Við rífum bara þangað til hættir að loga í húsinu en sennilega verður ekkert eftir nema grunnurinn,“ sagði Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, um hús við Norðurgötu sem kviknaði í á sunnudagsmorgun.

„Við rífum bara þangað til hættir að loga í húsinu en sennilega verður ekkert eftir nema grunnurinn,“ sagði Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, um hús við Norðurgötu sem kviknaði í á sunnudagsmorgun.

Húsið er gjörónýtt og gekk slökkvistarf hægt.

„Það kviknar alltaf í þessu aftur og aftur,“ sagði Ólafur þegar blaðamaður ræddi við hann um fimmleytið síðdegis í gær.

Þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi var unnið að því að rífa húsið og vonaði varðstjóri slökkviliðs Akureyrar að verkefninu yrði lokið fyrir miðnætti. 4