Mannréttindanefnd Helen Inga Von Ernst sendiráðsritari (t.v.), fulltrúi Íslands í nefndinni.
Mannréttindanefnd Helen Inga Von Ernst sendiráðsritari (t.v.), fulltrúi Íslands í nefndinni. — Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
Ályktun um alþjóðlegan jafnlaunadag var samþykkt einróma í mannréttindanefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna (Sþ) í New York á föstudaginn var.

Ályktun um alþjóðlegan jafnlaunadag var samþykkt einróma í mannréttindanefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna (Sþ) í New York á föstudaginn var.

Ísland hafði forystu um gerð ályktunarinnar en auk þess stóðu sjö ríki að henni, Ástralía, Kanada, Nýja-Sjáland, Panama, Suður-Afríka, Sviss og Þýskaland. Um hundrað ríki til viðbótar voru meðflytjendur að ályktuninni. Um er að ræða nýja ályktun, en öll ríkin sem stóðu að ályktuninni eru einnig hluti af alþjóðlegum samtökum ríkja um að tryggja jöfn laun.

Upphaf ályktunarinnar má rekja til mannréttindaráðs Sþ í Genf, sem fyrir tilstilli Íslands og fleiri ríkja samþykkti í júlí sl. einróma ályktun um jöfn laun til handa konum og körlum. „Íslensk stjórnvöld hafa beitt sér fyrir jafnlaunastefnu á alþjóðavettvangi í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar. Það er stór áfangi að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ákveði að vekja athygli á mikilvægi launajafnréttis með þessum hætti,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í frétt utanríkisráðuneytisins. gudni@mbl.is