Bandaríski popp- og graffitílistamaðurinn Keith Haring var aðeins 31 árs gamall er hann lést úr alnæmi árið 1990. Verk hans hafa notið mikillar hylli allar götur síðan.

Bandaríski popp- og graffitílistamaðurinn Keith Haring var aðeins 31 árs gamall er hann lést úr alnæmi árið 1990. Verk hans hafa notið mikillar hylli allar götur síðan. Í liðinni viku var einstakt sköpunarverk hans, veggmyndir sem hann málaði í æskulýðsmiðstöð kirkju einnar á Manhattan, selt á uppboði fyrir 3,86 milljónir dala, hálfan milljarð kr.

Haring málaði verkið á einu kvöldi í stigagangi, en áður en byggingin var seld nýverið lét safnaðarstjórnin skera myndirnar af veggjunum til að geta selt þær. Það var flókin aðgerð sem kostaði nær milljón dali en hagnaðurinn af sölunni réttlætti kostnaðinn, segja stjórnendur við blaðamann The Art Newspaper, og nýtist féð við rekstur kirkjunnar.