Hjúkrunarfræðingar 100 ár eru í dag frá stofnun fyrsta félags þeirra.
Hjúkrunarfræðingar 100 ár eru í dag frá stofnun fyrsta félags þeirra. — Morgunblaðið/Eggert
„Við höfum oft þurft að standa í samningaviðræðum gegnum tíðina og orðið að berjast fyrir okkar kjörum. Við höfum einnig verið lengur með lausa samninga en í þessari lotu núna.

„Við höfum oft þurft að standa í samningaviðræðum gegnum tíðina og orðið að berjast fyrir okkar kjörum. Við höfum einnig verið lengur með lausa samninga en í þessari lotu núna. Okkar saga hefur einkennst af mikilli kjarabaráttu,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Í dag eru nákvæmlega 100 ár liðin síðan stofnað var fyrsta stéttarfélag hjúkrunarfræðinga, sem fékk heitið Félag íslenskra hjúkrunarkvenna. Frá 1994 hefur félagið borið núverandi heiti eftir sameiningu Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga og Hjúkrunarfélags Íslands. Hjúkrunarfræðingar hafa verið með lausa samninga síðan 31. mars sl. Deilunni hefur ekki verið vísað til sáttasemjara en samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa fyrst viljað klára samninga við félög BHM og BSRB. Alls eru um 3.300 hjúkrunarfræðingar starfandi í landinu en félagsmenn eru yfir 4.000. „Við erum enn að tala saman, þó að hægt gangi. Við leggjum mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar og betra starfsumhverfi,“ sagði Guðbjörg. 14