Frasar. S-Allir Norður &spade;K973 &heart;K82 ⋄K105 &klubs;D74 Vestur Austur &spade;54 &spade;DG1082 &heart;D9763 &heart;-- ⋄87 ⋄G9642 &klubs;10986 &klubs;G53 Suður &spade;Á6 &heart;ÁG1054 ⋄ÁD3 &klubs;ÁK2 Suður spilar 6G.

Frasar. S-Allir

Norður
K973
K82
K105
D74

Vestur Austur
54 DG1082
D9763 --
87 G9642
10986 G53

Suður
Á6
ÁG1054
ÁD3
ÁK2

Suður spilar 6G.

„Veik spil spilist varlega,“ er frasi sem oft heyrist við spilaborðið. „Það er rétt og satt, en enginn stórisannleikur,“ skrifar Terence Reese. „Eins og að segja brenndu barni að forðast eldinn. Þess þarf ekki. Hins vegar gleyma menn iðulega að spila sterku spilin með gát.“

Svona formála fylgir óhjákvæmilega dæmi – 6G með 10 út.

Sagnhafi var klúbbfélagi Reese (og makker í þetta sinn) og sá var fljótur að fara niður á slemmunni: drap útspilið heima og lagði niður Á með þeim orðum að hann vildi ekki sóa tíma í svo einfalt spil. Þegar legan sýndi sig tók hann sér reyndar drjúgan tíma án þess þó að hafa erindi sem erfiði. Það var einfaldlega of seint.

„Þegar útlitið er gott ber að reikna með því versta,“ segir Reese. „Örugg leið til að ráða við 5-0 legu er að spila litlu hjarta úr borði á tíuna. Sama hvor á fimmlitinn.“