Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson — Ljósmynd/seth@golf.is
Íslensku kylfingarnir féllu nokkuð niður keppendalistann á þriðja og lokastigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröð karla í golfi á Spáni í gær. Andri Þór Björnsson lék best á þriðja keppnisdegi í gær á 71 höggi. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er í 82.-96.

Íslensku kylfingarnir féllu nokkuð niður keppendalistann á þriðja og lokastigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröð karla í golfi á Spáni í gær.

Andri Þór Björnsson lék best á þriðja keppnisdegi í gær á 71 höggi.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er í 82.-96. sæti á -1 samtals eftir að hafa leikið þrjá fyrstu hringina á 72-67-75. Er hann höggi frá niðurskurðarlínunni eins og hún er núna.

Bjarki Pétursson er í sæti nr. 121-132 á +2 eftir að hafa leikið hringina á 74, 66 og 77.

Minnstar sveiflur hafa verið hjá Andra en hann hefur hins vegar ekki náð lágu skori ennþá. Andri er í 121.-132. á +2 eins og Bjarki en hefur leikið á 72, 73 og 71 höggi.

Bjarki og Andri þurfa á mjög góðu skori að halda á morgun til að eiga möguleika á að komast í gegnum niðurskurð keppenda eftir fjóra hringi af sex. sport@mbl.is