Sátt Þeir Robert Lighthizer og Liu He virðast hafa náð vel saman.
Sátt Þeir Robert Lighthizer og Liu He virðast hafa náð vel saman. — AFP
Ríkisfréttastofan Xinhua greindi frá því um helgina að bandarískir og kínverskir embættismenn hefðu átt „uppbyggilegan“ símafund á laugardag þar sem rætt var um lausn á viðskiptadeilum landanna.

Ríkisfréttastofan Xinhua greindi frá því um helgina að bandarískir og kínverskir embættismenn hefðu átt „uppbyggilegan“ símafund á laugardag þar sem rætt var um lausn á viðskiptadeilum landanna.

Liu He, einn af nánustu samstarfsmönnum forsætisráðherra Kína, fundaði þar með bæði Robert Lighthizer, viðskiptafulltrúa Bandaríkjastjórnar, og Steven Mnuchin fjármálaráðherra. Samkvæmt Xinhua var fundurinn nýttur til að fara yfir nokkur lykilmál sem leysa þarf úr í aðdraganda þess að samningar náist á milli þjóðanna.

Liðnir eru sextán mánuðir síðan tollastríð brast á milli Kína og Bandaríkjanna og nú síðast á fimmtudag hleypti það aukinni bjartsýni í markaði um allan heim þegar haft var eftir Larry Kudlow, efnahagsráðgjafa Hvíta hússins, að stutt væri í að samkomulag væri í höfn. ai@mbl.is