„Ég tel að íslensku stafi ekki ógn af erlendum tungum, eins og enskunni. Íslendingar hafa ávallt átt mikil samskipti við erlendar þjóðir og notið þess að mörgu leyti, meðal annars menningarlega, og þess sér stað mjög víða.

„Ég tel að íslensku stafi ekki ógn af erlendum tungum, eins og enskunni. Íslendingar hafa ávallt átt mikil samskipti við erlendar þjóðir og notið þess að mörgu leyti, meðal annars menningarlega, og þess sér stað mjög víða. Ógnirnar eru aðrar, svo sem að við lok grunnskóla geta 28% íslenskra drengja ekki lesið sér til gagns, og það segir okkur að eitthvað hafi brugðist, skólafólk getur trúlega gert grein fyrir hvað það er,“ segir Jón G. Friðjónsson málvísindamaður.

Á Degi íslenskrar tungu sl. laugardag, 16. nóvember, voru Jóni veitt Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir störf sín í þágu íslensks máls. Í áratugi hefur Jón sinnt rannsóknum á íslenskri tungu, kennt málvísindi og íslenska málfræði í Háskóla Íslands og samið kennsluefni. Þá hefur hann verið brautryðjandi í kennslu íslensku sem annars máls við HÍ. Meðal almennings er Jón vel þekktur fyrir rit sín um íslenska orðfræði. Í ritum Jóns er m.a. fjallað um orðtök, orðatiltæki, málshætti og orðskviði íslensks máls, sem breytist hratt rétt eins og samfélagið sjálft. 6