Bókin Ekkert að fela – á slóð Samherja í Afríku kemur út í dag en hún er afrakstur margra mánaða rannsóknarvinnu þeirra Helga Seljan, Aðalsteins Kjartanssonar og Stefáns Aðalsteins Drengssonar um starfsemi og viðskiptahætti Samherja í Afríku, að...

Bókin Ekkert að fela – á slóð Samherja í Afríku kemur út í dag en hún er afrakstur margra mánaða rannsóknarvinnu þeirra Helga Seljan, Aðalsteins Kjartanssonar og Stefáns Aðalsteins Drengssonar um starfsemi og viðskiptahætti Samherja í Afríku, að því er segir í frétt frá útgefanda, Vöku-Helgafelli.

Í bókinni er ítarlega gerð grein fyrir því sem útgefandi kallar vafasöm vinnubrögð útgerðarfyrirtækisins Samherja við Afríkustrendur og niðurstöður úr Samherjaskjölunum svokölluðu dregnar saman.

Afsala sér öllum greiðslum

Samkvæmt fréttatilkynningunni afsala höfundar sér öllum greiðslum vegna útgáfunnar og er stefnt að því að höfundarlaun renni til hjálparstofnunar eða mannúðarsamtaka sem beita sér í Afríku.

rosa@mbl.is