„Hann réðst á Lagarfoss.“ Sumir segja „réðist“, með i -i, líklega til að draga úr ofbeldistóninum. En ráði maður sig á skip réðst maður þangað í frásögn af því síðar meir.
„Hann réðst á Lagarfoss.“ Sumir segja „réðist“, með i -i, líklega til að draga úr ofbeldistóninum. En ráði maður sig á skip réðst maður þangað í frásögn af því síðar meir. Öðru máli gegnir hér: „Hann spurði hvort mér væri sama þótt hann réðist á skipið.“ – „Ég kvað já við og þá réðst hann á það.“