Erill Nóttin var nokkuð annasöm.
Erill Nóttin var nokkuð annasöm.
Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags. Um sjötíu mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan sjö að kvöldi til klukkan fimm um nótt. Sjö gistu fangaklefa.

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags.

Um sjötíu mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan sjö að kvöldi til klukkan fimm um nótt. Sjö gistu fangaklefa.

Meðal þess sem kom upp var að maður var handtekinn með þýfi nokkrum mínútum eftir að hann braust inn í Gerðarsafn í Kópavogi.

Stúlka fannst í annarlegu ástandi í Grafarholti og var henni komið í hendur læknis.

Afskipti voru höfð af erlendum manni í miðbæ Reykjavíkur en hann var að áreita fólk. Á honum fundust fíkniefni og var hann vistaður í fangaklefa.

Nokkrir voru stöðvaðir fyrir að aka undir áhrifum áfengis eða vímuefna.

Í miðbænum var ökumaður stöðvaður vegna ölvunar en hann ók á móti einstefnu. ragnhildur@mbl.is