Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari í Dúó Stemmu héldu barnatónleika fyrir fullu húsi í Konzerthaus í Berlín í gær undir yfirskriftinni Kindur jarma í kofunum.
Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari í Dúó Stemmu héldu barnatónleika fyrir fullu húsi í Konzerthaus í Berlín í gær undir yfirskriftinni Kindur jarma í kofunum. Tónleikarnir voru hluti af hátíð í húsinu sem nefnist Sounds of Iceland. Á efnisskrá tónleikanna voru íslensk þjóðlög og þulur. Dúóið mætti með fulla ferðatösku af hljóðfærum á staðinn, s.s. hestakjálka og steinaspil Páls á Húsafelli.