— Morgunblaðið/Hari
Fyrsta banaslysið í umferðinni hér á landi varð 28. ágúst árið 1915. Hinn 1. nóvember síðastliðinn voru fórnarlömb umferðarslysa orðin 1.578. Minningarathafnir voru víða í gær, þar á meðal við þyrlupall bráðamóttökunnar í Fossvogi. Guðni Th.

Fyrsta banaslysið í umferðinni hér á landi varð 28. ágúst árið 1915. Hinn 1. nóvember síðastliðinn voru fórnarlömb umferðarslysa orðin 1.578.

Minningarathafnir voru víða í gær, þar á meðal við þyrlupall bráðamóttökunnar í Fossvogi. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fluttu ávörp. Ása Ottesen aðstandandi sagði frá reynslu sinni og viðbragðsaðilar fengu þakkir.