Söngvararnir Einar Ágúst Víðisson, Gunnar Ólason, Hreimur Heimisson og Magni Ásgeirsson blása til jólatónleika í Bæjarbíói á föstudag kl. 20. Þeir eru þekktir fyrir að hafa staðið í framlínunni hjá hljómsveitunum Skítamóral, Landi og sonum og Á móti...
Söngvararnir Einar Ágúst Víðisson, Gunnar Ólason, Hreimur Heimisson og Magni Ásgeirsson blása til jólatónleika í Bæjarbíói á föstudag kl. 20. Þeir eru þekktir fyrir að hafa staðið í framlínunni hjá hljómsveitunum Skítamóral, Landi og sonum og Á móti sól. Þeir hafa í gegnum tíðina einnig sungið ýmis vinsæl jólalög. Á tónleikunum á föstudag flytja þeir jólalög og fleira og segja sögurnar að baki lögunum. Með þeim leika Þórir Úlfarsson á hljómborð, Árni Ólason á bassa og Stefán Ingimar Þórhallsson á trommur.