Lífsgæði Þessi ærslabelgur í Kópavogi telst til lífsgæða hjá mörgum.
Lífsgæði Þessi ærslabelgur í Kópavogi telst til lífsgæða hjá mörgum. — Morgunblaðið/Eggert
Ísland er í fimmta sæti á nýbirtum lista yfir lífsgæði þjóða heims og fellur um tvö sæti frá því í fyrra. Um er að ræða Quality of Nationality Index, QNI, sem birtur hefur verið árlega um nokkurt skeið.

Ísland er í fimmta sæti á nýbirtum lista yfir lífsgæði þjóða heims og fellur um tvö sæti frá því í fyrra. Um er að ræða Quality of Nationality Index, QNI, sem birtur hefur verið árlega um nokkurt skeið.

QNI-listinn raðar þjóðernum í röð eftir einkunnum sem þær fá fyrir ýmsa þætti, svo sem efnahag, pólitískan stöðugleika, lífslíkur, almenn lífsgæði, ferðafrelsi og möguleika á atvinnu í öðrum löndum. QNI-listinn er hugarfóstur háskólaprófessorsins Dimitry Kochenov og Christian Kälin, stjórnarformanns ráðgjafarfyrirtækisins Henley & Partners.

Frakkland er í efsta sæti listans að þessu sinni. Franska þjóðin fær 83,5% í einkunn af 100% mögulegum. Skammt undan koma Þýskaland og Holland með 82,8%. Danir sitja í þriðja sætinu og Norðmenn og Svíar deila fjórða sætinu með 81,5% í einkunn. Íslenska þjóðin fær fimmtu bestu einkunnina, 81,4%. Þar á eftir koma Finnar, Ítalir, Bretar, Írar og Spánverjar.

Í þremur neðstu sætunum í ár eru Suður-Súdan, Afganistan og Sómalía.

Ísland hefur sveiflast nokkuð til á þessum lista síðustu ár. Undanfarin þrjú ár hefur Ísland setið í þriðja sæti listans en fellur nú í fimmta sætið. hdm@mbl.is