Skoruðu Antoine Griezmann og Lionel Messi fagna marki í gær.
Skoruðu Antoine Griezmann og Lionel Messi fagna marki í gær. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Meistaradeildin Kristján Jónsson kris@mbl.is Evrópumeistararnir í Liverpool mega ekki við því að tapa í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Meistaradeildin

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Evrópumeistararnir í Liverpool mega ekki við því að tapa í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool er í efsta sæti E-riðilsins eftir leiki gærkvöldsins en liðið á eftir að mæta Salzburg á útivelli sem er þremur stigum á eftir.

Liverpool er með 10 stig, Napolí 9, Salzburg 7 og Genk 1. Napolí fær Genk í heimsókn og eru yfirgnæfandi líkur á því að Napolí fari upp í 12 stig. Með sigri myndi Salzburg jafna Liverpool að stigum. Fyrri leikur liðanna á Anfield fór 4:3 fyrir Liverpool en innbyrðisviðureignir gilda séu lið með jafn mörg stig. Jafntefli í Austurríki dugir því Liverpool til að komast áfram.

Dries Mertens kom Napoli yfir á Anfield á 21. mínútu en króatíski miðvörðurinn Dejan Lovren jafnaði með skalla eftir hornspyrnu á 65. mínútu. Norski framherjinn Erling Braut Håland hélt uppteknum hætti og skoraði fyrir Salzburg í 4:1 sigri á móti Genk á útvelli eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Hann hefur þar með skorað í öllum fimm leikjum Salzburg í keppninni.

Ajax efst í H-riðli

Ekki vantaði fjörið hjá Valencia og Chelsea á hinum glæsilega Mestalla-leikvangi á Spáni. Niðurstaðan varð 2:2 jafntefli eftir galopinn lokakafla þar sem bæði lið fengu fjölda tækifæra. Carlos Soler

kom Valencia yfir á 40. mínútu en Mateo Kovacic og Christian Pulisic snéru taflinu við með mörkum sitt hvorum megin við hlé. Kepa, markvörður Chelsea, varði vítaspyrnu frá Daniel Parejo á 65. mínútu en það dugði ekki til sigurs því Daniel Wass jafnaði á 82. mínútu þegar fyrirgjöf hans varð að glæsilegu marki. Chelsea og Valencia eru bæði með 8 stig. Chelsea er í býsna góðri stöðu því liðið á eftir að mæta Lille á heimavelli í lokaumferðinni en Frakkarnir eiga ekki möguleika á að komast áfram.

Lille átti litla möguleika gegn stórliði Ajax í norðurhluta Frakklands í gær en Ajax vann 2:0 og hafði forystu frá því á 3. mínútu. Hakim Ziyech og Quincy Promes skoruðu fyrir Ajax sem er efst í H-riðlinum með 10 stig. Ajax tekur á móti Valencia í lokaumferðinni og þar þurfa Spánverjarnir væntanlega á sigri að halda.

Lionel Messi lék sinn 700. leik fyrir Barcelona þegar liðið komst áfram úr F-riðli með 3:1 sigri gegn Dortmund. Messi skoraði eitt og lagði upp tvö fyrir þá Luis Suárez og Antoine Griezmann. Dortmund og Inter eru jöfn með 7 stig. Í lokaumferðinni þarf Inter að mæta Barcelona í Mílanó en Dortmund fær Slavia Prag í heimsókn.