Ein makkaróna er nóg til að gleðja bragðlaukana sem eftirréttur um jólin.
Ein makkaróna er nóg til að gleðja bragðlaukana sem eftirréttur um jólin. — Ljósmynd/Unsplash
Orðatiltækið að allt sé gott í hófi á vel við um hátíðina. Jólin eru einmitt tíminn þegar maður leyfir sér ýmislegt í mat og drykk. Gagnvart eftirréttunum er mikilvægt að muna að útlit sætindanna hefur ekki síður áhrif en bragðið.

Orðatiltækið að allt sé gott í hófi á vel við um hátíðina. Jólin eru einmitt tíminn þegar maður leyfir sér ýmislegt í mat og drykk. Gagnvart eftirréttunum er mikilvægt að muna að útlit sætindanna hefur ekki síður áhrif en bragðið. Skammtarnir þurfa ekki að vera stórir ef gæðin eru mikil. Enda ættum við að hafa hugfast að sumar þjóðir, sem dæmi Frakkar, leyfa sér margrétta máltíðir á hverjum degi. Það eina sem þeir gera öðruvísi en margir aðrir er að þeir gæta hófs í mat.

Makkarónur eru tilvaldar um jólin og gaman að skreyta þær með grænum greinum og bera fram á viðarplatta til dæmis.