Fagurgrænt var um að litast í Kauphöll Íslands í gær, en öll félög nema eitt hækkuðu í verði í viðskiptum gærdagsins. Eina félagið sem lækkaði í verði var Iceland Seafood , en það lækkaði um 0,10% í 26 milljóna króna viðskiptum.

Fagurgrænt var um að litast í Kauphöll Íslands í gær, en öll félög nema eitt hækkuðu í verði í viðskiptum gærdagsins. Eina félagið sem lækkaði í verði var Iceland Seafood , en það lækkaði um 0,10% í 26 milljóna króna viðskiptum.

Mesta hækkunin varð á verði bréfa fjarskiptafélagsins Símans, en þau hækkuðu um 5,06% í 677 milljóna króna viðskiptum. Næstmesta hækkunin varð á bréfum fjarskiptafélagsins Sýnar en bréf félagsins hækkuðu í verði um 4,72% í 99 milljóna króna viðskiptum. Stendur gengi félagsins nú í 29,95 krónum á hvern hlut.

Þá hækkaði verð bréfa ferðaþjónustufyrirtækisins Icelandair um 4,02% í 235 milljóna króna viðskiptum. Er gengi félagsins nú 7,76 krónur á hvern hlut.