Hefðbundin ostakaka sem gerð er í bollakökuform, tekur stökkbreytingum ef Matcha te fyrir matseld er blandað við ostinn.
Hefðbundin ostakaka sem gerð er í bollakökuform, tekur stökkbreytingum ef Matcha te fyrir matseld er blandað við ostinn. — Ljósmynd/Unsplash
Það heitasta fyrir jólin er að blanda matcha-te til matargerðar (Matcha for Cooking) í jólagrautinn, jólabaksturinn og jólamorgungrautinn svo dæmi séu tekin. Matcha-te er grænt te frá Japan framleitt úr hágæðatelaufum.

Það heitasta fyrir jólin er að blanda matcha-te til matargerðar (Matcha for Cooking) í jólagrautinn, jólabaksturinn og jólamorgungrautinn svo dæmi séu tekin.

Matcha-te er grænt te frá Japan framleitt úr hágæðatelaufum. Þá má einnig nota það í hvers kyns matargerð og til þess að búa til gómsæta drykki.

Matcha-te er skærgrænt á litinn og kannski einmitt þess vegna sem það er svo vinsælt til matargerðar. Útkoman verður hin líflegasta og bragðast ljómandi vel.

Af hverju ekki að prófa matcha-te í klassísku ostakökuuppskriftina, út í ljóst smjörkremið ofan á jólabollakökurnar eða út á hafragrautinn?