— Ljósmynd/Unsplash
Um jólin er gaman að gera smávegis breytingar á hinum hefðbundnu uppskriftum heimilisins sem allir elska. Hvítt súkkulaði ofan á klassískan súkkulaðibotn færir hátíð í bæ. Hér kemur góð uppskrift sem allir geta notað.
Smjörkrem með hvítu súkkulaði
200 g hvítt Toblerone, brætt og kælt lítillega

180 g smjör við stofuhita

4 msk. rjómi

1 tsk. vanilludropar

½ tsk. salt

240 g flórsykur

Aðferð: Smjör er þeytt í eina mínútu og því næst er flórsykri bætt saman við.

Hellið hvíta súkkulaðinu saman við og þeytið í aðrar tvær mínútur.

Best er að bæta rjóma, vanilludropum og salti við í lokin.

Gott er að kæla kremið aðeins áður en það er sett á brúnkökubotnana.