Sigur Teitur Örn Einarsson og liðsfélagar hans unnu Wisla Plock.
Sigur Teitur Örn Einarsson og liðsfélagar hans unnu Wisla Plock. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Íslendingaliðið Kristianstad hrósaði sigri gegn pólska liðinu Wizla Plock 24:20 í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í gærkvöld.

Íslendingaliðið Kristianstad hrósaði sigri gegn pólska liðinu Wizla Plock 24:20 í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í gærkvöld. Ólafur Andrés Guðmundsson, fyrirliði Kristianstad, skoraði fjögur mörk í leiknum og Teitur Örn Einarsson skoraði tvö.

Kristianstad jafnaði danska liðið GOG að stigum í D-riðlinum en liðin eru jöfn í 3.-4. sæti með 9 stig.

Í norsku úrvalsdeildinni skoraði Sigvaldi Björn Guðjónsson 10 mörk þegar Elverum og Arendal gerðu jafntefli. sport@mbl.is