Einfaldar bragðgóðar piparkökur eru smart fyrir jólin.
Einfaldar bragðgóðar piparkökur eru smart fyrir jólin. — Ljósmynd/Unsplash
Margir muna eftir piparkökum gerðum úr deigi sem var í potti og þurfti að kæla áður en það var flatt út. Þetta er einföld uppskrift sem virkar alltaf. Piparkökur 600 g hveiti 1½ dl síróp 75 g smjörlíki 1½ dl sykur 1½ dl púðursykur 1½ dl mjólk 3 tsk.

Margir muna eftir piparkökum gerðum úr deigi sem var í potti og þurfti að kæla áður en það var flatt út. Þetta er einföld uppskrift sem virkar alltaf.

Piparkökur

600 g hveiti

1½ dl síróp

75 g smjörlíki

1½ dl sykur

1½ dl púðursykur

1½ dl mjólk

3 tsk. kanill

2 tsk. engiferduft

3 tsk. negulduft

½ tsk. pipar

4 tsk. matarsódi

Aðferð:

Smjörlíki og síróp hitað við vægan hita þar til það bráðnar.

Öll önnur hráefni sett í hrærivélarskálina á meðan og blandað saman.

Því næst er bræddu smjöri og sírópi hellt varlega saman við blönduna í skálinni og hnoðað með króknum svolitla stund.

Hveiti stráð á borðflöt og deigið hnoðað í kúlu með höndunum, plastað vel og sett í kæli í a.m.k. 3 klst (yfir nótt í lagi).

Bakað við 200°C í 5-8 mínútur eða þar til kökurnar verða fallega gylltar.