Ólýsanleg tilfinning.

Ólýsanleg tilfinning. N-AV

Norður
ÁK62
75
9863
ÁK8

Vestur Austur
G974 D83
ÁD106 KG9843
D72 G105
G6 5

Suður
105
2
ÁK4
D1097432

Suður spilar 5.

Árið 1935 tók frú Helen Elizabeth Sobel Smith (1909-69) upp spil suðurs í tvímenningskeppni í Chicago. Hún sagði 2 við opnun makkers á tígli og varð á endanum sagnhafi í 5. Útspilið var spaði.

Eftir skamma skoðun bað Sobel um lítinn spaða úr borði! Hún bjóst ekki við að vestur væri að spila undan litlu hjónunum. Nei, tilgangurinn var annar. Hún var að vona að austur myndi beina athyglinni að tíglinum næst. Og það var einmitt það sem austur gerði – drap á spaðadrottningu og skipti yfir í tígulgosa. Sobel gat þá fleygt tígli í háspaða, trompað tígul og hent hjarta í frítígul. Tólf slagir og toppur.

Sobel og kerfisgúrúinn Charles Goren (1901-91) voru spilafélagar um árabil. „Hvernig tilfinning er það að spila við sannan meistara?“ spurði kvenkyns aðdáandi Gorens einhverju sinni. „Ég veit það ekki,“ svaraði Sobel þreytulega. „Spyrðu hann.“