Byggt í borginni Arkitektar finna fyrir samdrætti í eftirspurn.
Byggt í borginni Arkitektar finna fyrir samdrætti í eftirspurn. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verktaki í Reykjavík segir bankana hafa dregið mikið úr lánum til uppbyggingar íbúða. Bankarnir kvarti undan skorti á lánsfé.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Verktaki í Reykjavík segir bankana hafa dregið mikið úr lánum til uppbyggingar íbúða. Bankarnir kvarti undan skorti á lánsfé.

Karl Kvaran, formaður Arkitektafélags Íslands, segir hafa dregið úr umsvifum arkitekta að undanförnu.

Vegna óvissu hafi nokkrar arkitektastofurnar fækkað starfsfólki.

„Arkitektastofurnar eru orðnar varkárari. Þær vilja forðast sömu erfiðleika og eftir hrunið. Þá var mörgum stofum lokað og aðrar sögðu upp mörgum starfsmönnum.

Arkitektar vona að ef verkefnum í einkageiranum fækkar muni ríkið og borgin grípa inn með verkefni til að halda greininni og öðrum byggingargreinum gangandi,“ sagði Karl.

Önnur birtingarmynd kólnunar er að verktakar hafa lækkað verð nýrra íbúða í miðborg Reykjavíkur. Þá hefur Íbúðalánasjóður endurmetið áætlaða uppsafnaða íbúðaþörf. Hún var 5.000-8.000 íbúðir í byrjun árs en hefur minnkað í 3.900 til 6.000 íbúðir.

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir fyrirhugaðar aðgerðir ríkisins í húsnæðismálum munu auka framboð íbúða. Raunhæft sé að um mitt næsta ár muni ríkið byrja að lána fyrstu kaupendum vaxtalaus íbúðalán. 4