Verðlaunamynd? Netflix hefur látið sýna The Irishman eftir Scorsese í bíóhúsum.
Verðlaunamynd? Netflix hefur látið sýna The Irishman eftir Scorsese í bíóhúsum.
Streymisfyrirtækið Netflix hefur tekið á leigu sögufrægt kvikmyndahús á miðri Manhattan í New York, Paris-bíóið sem var lokað í sumar sem leið eftir að hafa verið í rekstri í sjötíu ár.
Streymisfyrirtækið Netflix hefur tekið á leigu sögufrægt kvikmyndahús á miðri Manhattan í New York, Paris-bíóið sem var lokað í sumar sem leið eftir að hafa verið í rekstri í sjötíu ár. Ástæðan fyrir leigunni er sú að streymisfyrirtækið mikilvirka, sem hefur að markmiði að færa bíóupplifun inn á heimilin, vill jafnframt stuðla að því að bestu myndirnar sem það framleiðir hreppi sem flest verðlaun. En til að vera gjaldgengar fyrir Óskarsverðlaun þurfa kvikmyndir fyrst að vera sýndar í kvikmyndahúsum. Hingað til hefur Netflix því látið sýna slíkar myndir, eins og verðlaunamyndina Roma, um hríð í hinum og þessum bíóhúsum, en nú verður Paris miðstöð slíkra sýninga í New York-borg.