Það er vinsælt að skreyta með ilm fyrir jólin.
Það er vinsælt að skreyta með ilm fyrir jólin. — Ljósmynd/Unsplash
Eitt af því sem fólk er farið að gera meira af fyrir jólin er að skreyta heimilið með jólalegum ilmi. Það eru margar leiðir í boði á þessu sviði. Að kaupa klassískt jólakerti eða heimilisilm er alltaf vinsælt.

Eitt af því sem fólk er farið að gera meira af fyrir jólin er að skreyta heimilið með jólalegum ilmi. Það eru margar leiðir í boði á þessu sviði. Að kaupa klassískt jólakerti eða heimilisilm er alltaf vinsælt. Eitt af því sem er að verða vinsælla með árunum er að fólk setji ávexti og greinar í pott og hafi það mallandi tímabundið til að fylla húsið af jólalegum ilmi.

Allskonar hráefni eru í boði fyrir slíkt. Margir velja appelsínur, greni og kanil sem dæmi. Sítrónur, epli, pera og piparmynta er einnig áhugavert að nota.

Aðferðin er einföld. Takið pott og hellið fjórum til fimm bollum af vatni í pottinn.

Hálf-fyllið pottinn af innihaldsefni eftir smekk.

Leyfið suðunni að koma upp og lækkið undir pottinum í hálftíma.

Hægt er að endurhita pottinn í nokkur skipti yfir daginn.