Bretland Boris Johnson heimsótti Cornwall í gær vegna bresku þingkosninganna.
Bretland Boris Johnson heimsótti Cornwall í gær vegna bresku þingkosninganna. — AFP
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í gær afsökunar fyrir hönd Íhaldsflokksins á meintri andúð á múslimum sem þar hefði viðgengist.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í gær afsökunar fyrir hönd Íhaldsflokksins á meintri andúð á múslimum sem þar hefði viðgengist. Afsökunarbeiðni Johnsons kemur í kjölfar þess að Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, neitaði í fyrradag að biðjast afsökunar á gyðingaandúð innan flokks síns eftir að æðsti rabbíni Bretlands hafði gagnrýnt Corbyn og sagt hann óhæfan til forystu.

Rétt rúmar tvær vikur eru þar til gengið verður til almennra þingkosninga í Bretlandi og hafa vandræði Verkamannaflokksins vegna gyðingaandúðar verið í hámæli í kosningabaráttunni undanfarna daga sem annars hefur að meginstofni snúist um Brexit. 14