[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Eyrún Guðmundsdóttir, hárgreiðslukona á Skuggafalli, sýnir okkur hvernig við getum tamið hárið fyrir öll boðin framundan í desember.
Eyrún Guðmundsdóttir , hárgreiðslukona á Skuggafalli, sýnir okkur hvernig við getum tamið hárið fyrir öll boðin framundan í desember. Með hágæðavörum frá ítalska hárvörumerkinu Davines og vopnuð hitajárni frá HH Simonsen er það lítil fyrirhöfn að láta hárið líta sem best út. Lilja Ósk Sigurðardóttir | snyrtipenninn@gmail.com

Klassísk og látlaus hárgreiðsla

(Greiðsla 1 – Vigdís Lilja rauðhærð)

Hárið er blásið upp úr Texturizing Serum og Shimmering Mist spreyjað yfir þurrt hárið. Síðan er það tekið í tagl og það fléttað, vafið í snúð og perluspenna úr H&M sett sem punkturinn yfir i-ið. Medium Hold-hárlakkið notað til að festa niður lítil hár sem kunna að standa út.

Stílhrein og fáguð hárgreiðsla

(Greiðsla 2 – Vigdís Lilja rauðhærð)

Allt hárið var krullað með ROD4-krullujárninu og svo greitt úr því til að fá mýkri áferð. Shimmering Mist spreyjað yfir hárið til að fá góðan glans. Hárið var svo tekið í tagl, einn lokkur fléttaður og vafinn utan um teygjuna til að fela hana.

Hárgreiðsla fyrir styttra hár

(Greiðsla 3 – Lára stutt/ljóst hár)

Hárinu skipt upp í þrjá hluta og ROD4-krullujárnið notað til að fá létta liði í það sem síðan var greitt í gegnum. Hárinu skipt til hliðar og hárið á annarri hliðinni tekið frá andlitinu og fest með röð af spennum. Pliable Paste var notað til að halda hárinu aftur og svo Medium Hold-hárlakki og Shimmering Mist spreyjað yfir.

Hárgreiðsla sem hentar við öll tilefni

(Greiðsla 4 – Birna sítt/brúnt hár)

Allt hárið krullað með krullujárni og sumir liðirnir ýktir með ROD4-krullujárninu. Medium Hold-hárlakkinu spreyjað yfir liðina og þeir látnir kólna áður en greitt var yfir þá. Hárið í hnakkanum var svo túberað til að fá góða lyftingu á því svæði og toppurinn að framann blásinn með rúllubursta til að fá mjúkar línur frá andlitinu. Hárið var svo tekið saman rétt undir hnakkanum og það spennt með tveimur feluspennum og perluspenna úr H&M sett yfir. Shimmering Mist var spreyjað yfir og Texturizing Serum borið í enda hársins.

Höf.: Eyrún Guðmundsdóttir